top of page

Reykjavík, ISL

NOcco 

2019

Hönnuðir & samstarfsaðilar

Verkkaupi: 

Core

​

Lýsingarhönnun 

Kristján Kristjánsson

​

Ljósastýringar:

Kristján Kristjánsson

​

Hönnun:

Arnar Freyr 

​

Hönnun& Grafískhönnun:

Anton Illugi 

​

Ljósmyndir:

Örn Erlendsson

Pop-up verslun fyrir jóladrykk Nocco opnaði 12.desember s.l. og stóð fram til jóla. Áhersla var lögð á sjálfspeglandi rými (e. infinity room) inni í versluninni en sú aðferð byggist á að spegla bæði áhorfandann og rýmið til hins óendanlega.

Mikil áhersla var lögð á myndræna og listræna nálgun í markaðsetningu fyrir Pop-up jóladrykkinn og eru sjálfspeglandi rými einstaklega áhugaverð leið til að setja upp listaverk og sýningar. Japanska listakonan Yayoi Kusama er einna frægust fyrir þessa nálgun en speglainnsetningar hennar hófust með sjálfspeglandi rými á Phalli´s field árið 1965.

Lýsing og hreyfanleiki ljóssins var veigamikill hluti af skynrænni upplifun áhorfandans en markmiðið var að skapa einstaka upplifun og fá fólk til að stíga út úr jólastressinu og upplifa sjálfan sig í þessu óendanlega umhverfi. Þetta var ferðalag hreyfingar, upplifunar og ákveðið fall í gleymskunar stund.

Hlutverk lýsingarhönnunarinnar var að koma inn í hönnunarteymið með Arnari Frey frá Core og Antoni Illugasyni grafískum hönnuði og aðstoða við listræna og tæknilega hönnun á rýminu ásamt því að hanna lýsingu og stýringar fyrir verkið.

Hönnunartíminn var óvenju stuttur og því ekki möguleiki á að gera fullnægjandi prófanir á staðnum vegna tímaleysis. Þess vegna var farið þá leið að smíða módel af rýminu í 1:10 skala. Þannig var möguleiki að fullreyna og prófa lýsingarhönnun og stýringar fyrir smíði rýmisins. Þetta gerði það að verkum að einungis átti eftir að fínstilla hönnun á staðnum þegar búið var að smíða sjálft rýmið.

Notast var við einfaldar DMX stýringar en allur búnaður í rýminu var forritanlegur. Ljósasenur voru hannaðar út frá litapallettum Nocco jóladrykksins.

Í aðalrými verslunarinnar var lögð áhersla á einfaldar og ódýrar lausnir sem hægt var að endurnýta áfram í önnur verkefni.

bottom of page